Akureyri, fjórði fjölmennasti bær landsins og sá fjölmennasti utan höfuðborgarsvæðisins, er miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir Norðurland. Í bænum búa um 19 þúsund manns en yfir vetrarmánuðina hafa þar töluvert fleiri búsetu vegna aðdráttarafls bæði háskóla- og framhaldsskóla. Sjávarútvegur hefur lengi staðið traustum fótum á Akureyri og enn eru þar gerður út fjöldi fiskiskipa og rekin öflug landvinnsla.
Akureyri er menningarbær sem hefur mikið aðdráttarafl á bæði innlenda sem erlenda gesti. Ferðaþjónustan stendur tryggum fótum með alla þá öflugu þjónustu sem ferðafólk sækist eftir. Bærinn sjálfur er vinsæll áfangastaður með allt það sem hann hefur upp á að bjóða og stutt er í margar af helstu náttúruperlum landsins.
Akureyrar er fyrst getið árið 1562 en fyrsta íbúðarhúsið reis þar árið 1778. Bærinn fékk í tvígang kaupstaðarréttindi, í það síðara árið 1862 og hefur því verið kaupstaður samfellt í meira en hálfa aðra öld. Með tilkomu danskra kaupmanna varð Akureyri snemma miðstöð verslunar og svo hefur verið allar götur síðan. Bærinn er einnig miðstöð úrvinnslu landbúnaðarframleiðslu, bæði mjólkur og kjöts, enda staðsettur mitt í einu blómlegasta landbúnaðarhéraði landsins. Þá er þar annað stærsta sjúkrahús landsins og alþjóðaflugvöllur sem tengir m.a. Akureyri við höfuðborgarsvæðið oft á dag, flugferð milli Akureyrar og Reykjavíkur tekur um 45 mínútur. Landleiðina eru 388 km til höfuðborgarinnar.
Akureyri var valinn besti staðurinn í Evrópu 2015 af Lonely Planet. Sjá nánar hér.
Bryggjukantar 1600m, mesta dýpi við kant 11m á 100m kafla. Stór fiski- og flutningahöfn. Skipasmíðar, dráttarbraut 1000 þungatonn, flotkví 5000 þungatonn. Kallrás 12 og 16.
Sími 460-4200, fax 460-4209, netfang port@port.is
Vefsíða www.port.is
Hafnarvog sími 460-4205, netfang vog@port.is
Lóðs og dráttarbátar Seifur, Sleipnir og Mjölnir.