Stjórn Hafnasamlags Norðurlands bs. samþykkti á stjórnarfundi þann 13. desember 2024 framlagða tillögu að lóðaskilmálum og gjaldskrá Hafnasamlags Norðurlands bs. Lóðaskilmálar og gjaldskrá tekur gildi eftir í þrjár vikur og hægt er að senda ábendingar og athugasemdir á petur@port.is. Lóðaskilmálar og gjaldskrá er auglýst með fyrirvara um síðari breytingar.
Umsóknir lóða
Eftirfarandi lóðir eru lausar til umsóknar á Dysnesi í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir. Tilgreina skal lóðanúmer í umsókn og skal umsókn uppfylla lóðaskilmála Hafnasamlags Norðurlands bs. sem aðgengilegir eru á heimasíðu hafnasamlagsins (www.port.is). Lóðagjöld eru í samræmi við samþykkt um lóðaskilmála og gjaldskrá Hafnasamlags Norðurlands bs. Hægt er að óska eftir sameiningu lóða eða breytingu á gildandi skipulagsáætlunum til stjórnar Hafnasamlags Norðurlands bs.