Hafnarsamlag Norðurlands hefur á síðustu misserum unnið að ýmsum umhverfismálum til að sporna gegn mengun og gróðurhúsaáhrifum. Í bígerð er að rafvæða hafnir eftir því sem kostur er en einnig hefur verið unnið að gróðursetningu trjáa í góðri samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Trjáplöntur hafa verið gróðursettar í hinn svokallaða „trefil“ fyrir ofan bæinn og á þessu ári verða gróðursettar þar um 10.000 plöntur á vegum hafnarinnar. Verðmæti þeirra plantna sem nú verða gróðursettar er um 2 milljónir króna. Farþegum með skemmtiferðaskiptum sem koma til Akureyrar gefst einnig kostur á að taka þátt í þessu verkefni með því að leggja 2 evrur eða meira af mörkum í þar til gerða bauka á hafnarsvæðinu